Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

10-11 opnar allan sólarhringinn í Keflavík
Laugardagur 14. maí 2005 kl. 00:41

10-11 opnar allan sólarhringinn í Keflavík

Verslanakeðjan 10-11 auglýsir í Víkurfréttum á fimmtudag eftir næturstarfsmönnum í verslunina í Keflavík. Fyrirhugað er að hafa 10-11 við Hafnargötu í Keflavík opna allan sólarhringinn og bæta versluninni í hóp þeirra 10-11 verslana sem eru opnar 24 tíma í sólarhring.
Auglýst er eftir starfsfólki til að vinna 7 daga (nætur) í senn og eiga 7 daga frí þess á milli. Æskilegt er að umsækjendur séu 20 ára og eldri, ásamt því að vera áreiðanlegir, duglegir og samviskusamir einstaklingar. Það er Helga Bára Karlsdóttir verslunarstjóri sem tekur við umsóknum á staðnum eða með tölvupósti, en auglýsinguna um störfin er að finna í síðustu Víkurfréttum, sem meðal annars má nálgast hér á vf.is undir rafrænar útgáfur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024