1.700 störf í uppnámi
Framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er mikið hitamál fyrir Suðurnesjabúa sem og landsmenn alla. Vera hersins hér á landi skapar miklar tekjur fyrir ríkissjóð og veitir, beint eða óbeint, 1.700 manns vinnu.Það hefur vakið athygli að framtíð Varnarliðsins hefur verið í lausu lofti í heilt ár, eða síðan bókun um útfærslu á frekari veru hermanna hér á landi rann út, og enn þann dag í dag eru allar viðræður um málið ,,óformlegar." ,,Menn hafa verið að draga það að ganga frá þessu, á báða vegu," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. ,,Íslendingar hafa viljað vera öruggir um að við næðum fram ákveðnum þáttum í samningnum og öðruvísi ekki viljað ganga að borðinu. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn verið uppteknir af öðru." Árni bætti við að á meðan ekki sé gerð ný bókun gildi sú bókun sem fyrir er.
Meðal þeirra atriða sem málið strandar á er sá vilji Íslendinga að hér verði áfram loftvarnir í sama formi og verið hefur. Bandaríkjamenn vilja meina að engin þörf sé lengur fyrir loftvarnir af þeim toga. Þar er ekki eingöngu um að ræða eftirlit með lofthelgi landsins, heldur einnig umsjón með flugbrautum á Keflavíkurflugvelli, sem og smærri en mikilvæg atriði eins og björgunarsveit hersins, sem gegnum tíðina hefur komið mörgum Íslendingnum til hjálpar.
Suðurnesjamenn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ný ríkisstjórn [Samfylkingar] kann að grípa til þeirra aðgerða að Varnarliðið taki saman og hverfi úr landi," sagði Hjálmar Árnason, alþingismaður og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi og vísaði í orð Ingibjargar Sólrúnar, Þórunnar Sveinsdóttur og Marðar Árnasonar frá Samfylkingunni um að eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar, yrði að strika sig út af lista yfir þá sem lýsa stuðningi við stríðið í Írak.
,,Þetta er algjör misskilningur hjá Hjálmari," sagði Mörður Árnason, frambjóðandi Samfylkingar. ,,Við tökum á þessu eins og hverju öðru verkefni, án kreddu. Við þurfum að skoða þessi mál með hagsmuni beggja í huga, varnar- og öryggishagsmuni Íslands annars vegar og hins vegar ætlaðar þarfir bandamanna okkar, og ná niðurstöðu á þeim grunni." Heyrst hefur að Davíð Oddson forsætisráðherra hafi átt fund nýlega með bandaríska sendiherranum um þessi mál en talsmaður forsætisráðherra harðneitar því.
Ljóst má vera að þetta er mikið hagsmunamál fyrir stóran hóp Íslendinga og því áríðandi fyrir ráðamenn næstu ríkisstjórnar, hverjir sem þeir verða, að koma þessu mikilvæga máli í höfn sem allra fyrst.
Fréttablaðið greinir frá í morgun.
Meðal þeirra atriða sem málið strandar á er sá vilji Íslendinga að hér verði áfram loftvarnir í sama formi og verið hefur. Bandaríkjamenn vilja meina að engin þörf sé lengur fyrir loftvarnir af þeim toga. Þar er ekki eingöngu um að ræða eftirlit með lofthelgi landsins, heldur einnig umsjón með flugbrautum á Keflavíkurflugvelli, sem og smærri en mikilvæg atriði eins og björgunarsveit hersins, sem gegnum tíðina hefur komið mörgum Íslendingnum til hjálpar.
Suðurnesjamenn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ný ríkisstjórn [Samfylkingar] kann að grípa til þeirra aðgerða að Varnarliðið taki saman og hverfi úr landi," sagði Hjálmar Árnason, alþingismaður og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi og vísaði í orð Ingibjargar Sólrúnar, Þórunnar Sveinsdóttur og Marðar Árnasonar frá Samfylkingunni um að eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar, yrði að strika sig út af lista yfir þá sem lýsa stuðningi við stríðið í Írak.
,,Þetta er algjör misskilningur hjá Hjálmari," sagði Mörður Árnason, frambjóðandi Samfylkingar. ,,Við tökum á þessu eins og hverju öðru verkefni, án kreddu. Við þurfum að skoða þessi mál með hagsmuni beggja í huga, varnar- og öryggishagsmuni Íslands annars vegar og hins vegar ætlaðar þarfir bandamanna okkar, og ná niðurstöðu á þeim grunni." Heyrst hefur að Davíð Oddson forsætisráðherra hafi átt fund nýlega með bandaríska sendiherranum um þessi mál en talsmaður forsætisráðherra harðneitar því.
Ljóst má vera að þetta er mikið hagsmunamál fyrir stóran hóp Íslendinga og því áríðandi fyrir ráðamenn næstu ríkisstjórnar, hverjir sem þeir verða, að koma þessu mikilvæga máli í höfn sem allra fyrst.
Fréttablaðið greinir frá í morgun.