Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1.650.000 kr. til Suðurnesja úr Sprotasjóði
Stærsti styrkurinn til Suðurnesja fór til Stóru-Vogaskóla.
Mánudagur 11. apríl 2016 kl. 09:31

1.650.000 kr. til Suðurnesja úr Sprotasjóði

Alls hlutu 38 verkefni styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2016-2017. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Þetta kemur fram á vef Mennta-og Menningarmálaráðuneytisins.

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016-2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 millj. kr. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 millj. kr.

Leikskólinn Akur í Reykjanesbæ, Stóru-Vogaskóli og Fjölbrautaskóli Suðurnesja hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni

Leikskólinn Akur fékk 650.000 kr. til fjölmenningarstarfs. Stóru-Vogaskóli fékk 800.000 kr í verkefnið Trú á eigin námsgetu hjá nemendum af erlendum uppruna og Fjölbrautaskóli Suðurnesja fékk 200.000 kr. í verkefnið Safnaheimsóknir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024