Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1,623 atvinnulausir á Suðurnesjum í mars
Föstudagur 16. apríl 2010 kl. 08:42

1,623 atvinnulausir á Suðurnesjum í mars


Atvinnuleysi á landinu í mars síðastliðnum var mest á Suðurnesjum, eða 14,9% sem er langt fyrir ofan meðtal á landsbyggðinni þar sem það mældist 8,1. Á höfuðborgarsvæðinu var skráð atvinnuleysi 9,9%.  Á landinu í heild var atvinnuleyusi 9,3%. Tölurnar breytast lítið á milli mánaða. Sem fyrr var minnsta atvinnuleysið á Vestfjörðum eða 3,2%.

Alls voru 1,623 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum í mars eða 973 karlar og 650 konur. Það eru nánast óbreyttur fjöldi frá mánuðinum á undan, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.  Í mars á síðasta ári voru 1,554 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024