Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

1. apríl: Engir svartir svanir
Sunnudagur 1. apríl 2007 kl. 23:29

1. apríl: Engir svartir svanir

Þeir voru margir sem fóru fýluferð í dag að tjörninni á Fitjum til að gefa svörtu svönunum brauðmeti. Engir voru svörtu svanirnir, enda hreinn skáldskapur blaðamanna og ljósmyndara Víkurfrétta. Með aðstoð nútíma tækni var tveimur svörtum svönum skellt á tjörnina í félagsskap annarra fugla.
Við þökkum þeim Ara Gunnari Snæbjörnssyni, íbúa í Ásahverfi, og Guðjóni H. Walterssyni hjá Náttúrufræðistofnun fyrir að taka þátt í gríninu, en þessir tveir heiðursmenn eru einnig tilbúningur vf.is. Vonandi að þið hafði notið útiverunnar og hvítir svanir hafi þess í stað fengið brauðið góða.

 

Mynd: Allt í plati! - Myndvinnsla:  Ellert Grétarsson

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024