Yfirkjörstjórn í sameinuðu sveitarfélagi samþykkt

Yfirkjörstjórn fyrir sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykkt. Aðalmenn eru Jenný K. Harðardóttir formaður, Pétur Brynjarsson og Guðjón Þ. Kristjánsson. Varamenn eru Jóhann Geirdal, Guðbjörg Gabríelsdóttir og Elsa G. Guðjónsdóttir. 
 
Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Garðs í síðustu viku en hún var sameiginleg tillaga forseta bæjarstjórna Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.