Þrír vilja rífa gömlu flugstöðina

Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð í niðurrif á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli en tilboð í verkið voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni.
 
Ríkiskaup fyrir hönd ISAVIA óskuðu eftir tilboðum í niðurrifi á Háaleitishlaði 10 á Keflavíkurflugvelli sem er utan við öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. Heildarstærð hússins er um 7750 fermetrar. Húsið var áður flugstöð og er á tveimur hæðum, auk þess sem undir hluta af húsinu er steinsteyptur kjallari.
 
Eftirfartaldir aðilar sendu inn tilboð:
 
Ellert Skúlason ehf. - kr. 98.684.000.-
Work North - kr. 178.090.400.-
Abltak ehf. - kr.   91.371.000.-
 
Nú er unnið að mati tilboða hjá Ríkiskaupum og kaupanda, Isavia, og verður öllum þátttakendum tilkynnt um niðurstöðu, þegar hún liggur fyrir, segir Ragnar Davíðsson, sviðsstjóri Þjónustusviðs Ríkiskaupa.