Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 11. janúar 2002 kl. 09:04

,,Íslenskt” línuskip tengist kvótasvindli í Noregi

Útgerðarfyrirtækið Ervik Havfiske, sem m.a. hefur ítök í útgerð á Íslandi, hefur verið dæmt til þess að greiða jafnvirði 100 milljóna íslenskra króna í sekt og bætur vegna brota á norskum fiskveiðireglum sem átt hafa sér stað eftir 1. desember sl.Ervik Havfiske er ein af öflugari línuútgerðum Norðmanna. Sl. laugardag var línuskipið Fröyanes tekið fyrir brot á fiskveiðireglum um 200 mílur norðvestur af Tromsö og voru skipstjóri og útgerð fundin sek um kvótasvindl fyrir héraðsrétti sl. þriðjudag. Sekt var ákveðin 1,5 milljónir norskra króna.
Í frétt Nordlys um málið segir að mjög sjaldgæft sé að norsk skip séu færð til hafnar vegna meintra brota en ákveðið hafi verið að færa Fröyanes til hafnar vegna alvarleika málsins. Segir Nordlys að í ljós hafi komið að ýsuaflinn fyrir áramót hafi verið skráður sem þorskur og nú eftir áramótin hafi þorskurinn verið skráður sem ýsa. Sagt er að þrjú önnur skip í eigu útgerðarinnar, Konstantin Konstantinov og Ivan Kljosjin sem skráð eru í Rússlandi, og Jóhanna sem skráð er á Íslandi, hafi í desember verið tekin fyrir kvótasvindl og ólöglegar veiðar og hafi útgerðin þá verið dæmd í sekt og bætur upp 7,5 milljónir norskra króna.
Stig Ervik hjá Ervik Havfiske segir í samtali við Nordlys að ekki komi til greina að útgerðin greiði sektina sem er upp á 100 milljónir íslenskra króna fyrir öll fjögur skipin.
Skipið, sem Nordlys segir að Ervik Havfiske eigi á Íslandi, er Jóhanna GK 510. Skipið er skráð hérlendis og gert út af Útgerðarfélagi Suðurnesja ehf. Það er smíðað árið 1969 og er það 373 brúttórúmlestir að stærð. Samkvæmt gögnum Fiskistofu er skipið skráð með 7,2 tonna þíg. kvóta á fiskveiðiárinu.

Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024