„Myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum“

-segir Jón Pétursson hafnsögumaður sem fór út í Fjördvik í Helguvík

„Ég myndi ekki vilja leggja það á minn versta óvin að lenda í þessum aðstæðum. Þetta er mikið áfall sem maður verður fyrir og sem maður verður að vinna sig úr á næstunni með hjálp góðra manna.Margir hugsa hvað skeði og allskonar sögur fara á stað og sumir svo grófir að ráðast á börnin min með yfirlýsingum og dónaskap,ég vil bíða með þær upplýsingar þar til sjópróf eru búinn eina sem ég vil segja að ég kvíði þeim ekki,“ segir Jón Pétursson hafnsögumaður Reykjaneshafnar í færslu á Facebook en hann fór út í flutningaskipið Fjördvik þegar það var á leið til Helguvíkurhafnar.

Jón sendi líka þakkir í pistlinum: „Ég vil þakka ómetanlegan stuðning sem ég hef fengið frá yfirmanni mínum, bæjarstjóra, vinnufélugum, vinum, öllum þeim sem hafa hringt og sent mér skilaboð og fjölskylduna sem maður upplifir hvað er gott að eiga þegar maður lendir í svona hættu. Hún dreif mig áfram eftir að skipið strandaði og allir voru komnir i öruggt skjól,“ sagði Jón.