„Ég vona að sannleikurinn komi fram“

„Þetta er náttúrulega bara stærsta bull og vitleysa sem ég hef nokkurn tímann lesið,“ segir Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon í samtali við mbl.is. Magnús fékk á dögunum á sig kæru frá stjórn United Silicon, en kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014.

Magnús segir að vænta megi fréttatilkynningar frá honum, en neitar alfarið að hafa dregið að sér þær 500 milljónir sem hann er sakaður um. „Við ætlum að verja okkur á móti þessu og ég vona að sannleikurinn komi fram.“