Keilir flaggar á gosstöðvunum

Hópur fólks frá Keili fór á vélsleðum yfir Mýrdalsjökul og að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi á laugardag og var það ógleymanleg upplifun að sögn þeirra sem voru í hópnum. „Vitaskuld höfðum við Keilisfán með okkur og líklega er það fyrsti fáninn til að blakta við nýja fellið,“ sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis við Víkurfréttir.


Myndir. Fulltrúar Keilis með fánann: Kári Kárason, Hjálmar Árnason og Birgir Bragason.


Ljósmynd: Valgerður Guðmundsdóttir.