Fleiri íbúðir afhentar á Vallarheiði

Keilir hefur nú fengið 200 íbúðir í viðbót til úthlutunar á stúdentagörðunum á Vallarheiði.

Íbúðirnar eru staðsettar í Hlíðarhverfi og eru 3-5 herberga.  Þeim fylgja eldavél, bakarofn, vifta og ísskápur. Rafmagn í íbúðunum er aðlagað að íslensku rafmangskerfi.

Starfsmenn Keilis ljúka við úthlutun á nýju íbúðunum á næstu dögum.Gert er ráð fyrir að íbúar á svæðinu verði 1700 í haust.
inga@vf.is