Yoga í Virkjun næstu föstudaga kl 11:00
Núna geta allir komið og prufað yoga í Virkjun á föstudögum kl 11:00.
Yogakennari og sjálfboðaliði er Guðrún Gunnarsdóttir í Yogahúsinu.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið áhuga á að koma, annað hvort með að senda póst á: [email protected], skilaboð á facebook eða hringja í síma: 426-5388. Þetta námskeið er gjaldfrítt þannig að allir geta komið og að sjálfsögðu allir velkomnir. Elskum alla þjónum öllum.
Orðið Yoga þýðir sameining eða samruni sem segir okkur mikið um hvað yoga er og gerir fyrir okkur. Við yogaiðkun sækjumst við eftir jafnvægi í líkama, huga og sál, flæði og heilbrigði í öllum þáttum lífs okkar. Þjálfum meðvitaða og óháða athygli í stöðunum(æfingunum) vekjum líkamsvitund, lærum að þekkja okkur sjálf og elska okkur eins og við erum, hér og nú í augnablikinu þar sem lífið okkar er núna.
Tökum ábyrgð á hvar við erum stödd og á hvaða leið við erum, hvert við erum að fara. Njótum þess að eiga frjáls val og vilja. Veltum fyrir okkur tilganginum, leyfum okkur framgang. Opnum innsæið og njótum lífsins í Þakklæti. Hlakka til að sjá ykkur í kynningunni og vona að yoga opni þér nýjar leiðir inn í vellíðan.
Kærleikskveðjur Guðrún og Virkjun mannauðs á Reykjanesi.