Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing vegna tilkomu nýs framboðs í Sandgerði
Föstudagur 7. maí 2010 kl. 16:41

Yfirlýsing vegna tilkomu nýs framboðs í Sandgerði

Við sjálfstæðismenn og óháðir sem vorum valin á D-lista „sjálfstæðismanna og óháðra“ í galopnu prófkjöri þar sem bæjarbúum var gefinn kostur á að raða upp lista í komandi kosningum viljum taka fram neðanritað;


1. Niðurstaðan var ljós eftir prófkjörið. Magnús S. Magnússon hafnaði í 6 sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


2. Uppstillinganefnd fór yfir niðurstöðurnar á þremur fundum og ræddi við aðila um breytingar – hliðranir til að koma fram með lista til samþykktar hjá stjórn félgsins.


3. Væntanlegur oddviti listans hélt tvo fundi með formanni félagsins og Magnúsi S. Magnússyni sitjandi varaformanni félagsins. Þessir fundir voru boðaðir þar sem Magnús hafði tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í 6. sætið.


4. Væntanlegur oddviti listans hélt síðan tvo fundi með frambjóðendum sem uppstillinganefnd tilnefndi. Á fundum þessum komu fram skoðanir frá „baklandi“ Magnúsar og óánægju þess með útkoma hans í prófkjörinu. Niðurstaða þeirra funda var óbreytt. Tillögu uppstillinganefndar var vísað til stjórnar til samþykktar.


5. Listinn var samþykktur af stjórn.


6. Tveir fundur voru haldnir til viðbótar með Magnúsi og fulltrúum hans til að ná sáttum um framboðið en að lokum var framboðið samþykkt óbreytt með undirritun frambjóðenda.


7. Fyrsti maður á listanum bauðst til að flytja sig í 1 – 4 sæti eða vera ekki á listanum en því var alfarið hafnað af frambjóðendum – niðurstaða prófkjörs og tillaga uppstillingarnefndar með breytingum var endanlega samþykkt af frambjóðendum með undirritun eins og fram hefur komið.


8. Mikið og gott starf er nú unnið á vegum framboðsins.


9. Við höfum látið verkin tala í fjölmörgum framfaramálum bæjarfélagsins á síðasta kjörtímabili og treystum því að íbúar meti okkar störf að verðleikum.


Við sem stöndum að framboði D-lista teljum ekki óeðlilegt að fólk taki sig saman og byndist samtökum til að taka þátt í mótun samfélagsins með lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi.

Hinsvegar hefur fulltrúi baklands Magnúsar marglýst því yfir að þeir kjósi ekki D-lista nema Magnús fái eitt af þremur efstu sætunum. Þannig standa málin.

Við hvetjum sjálfstæðismenn til að styðja þann lista sem bæjarbúar hafa tekið þátt í að mynda fyrir komandi kosningar. Kjósum því D-lista „sjálfstæðismanna og óháðra“ í komandi kosningum.


Kosningastjórn.