Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing læknaráðs vegna fréttar í Víkurfréttum þann 15.4 2010
Föstudagur 30. apríl 2010 kl. 11:52

Yfirlýsing læknaráðs vegna fréttar í Víkurfréttum þann 15.4 2010

Læknaráð HSS harmar skrif um lækna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er birtust í Víkurfréttum hinn 15. Apríl. Við heilsugæsluna starfa nú sex sérfræðingar í heimilislækningum í fullu starfi og einn í 60 % stöðu. Þeir starfa allir eftir núgildandi kjarasamingi Læknafélags Íslands frá 1. Október 2008. Þeir eru á grunnlaunum samkvæmt honum, ganga einnig vaktir eins og lög gera ráð um. Á síðastliðnum mánuðum hafa þrír sérfræðingar í heimilislækningum sagt stöðu sinni lausri á HSS, tveir þeirra starfa nú annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta hefur þýtt aukið vaktaálag á þá sem eftir eru. Að auki hefur reynst á undanförnum árum þrautin þyngri að fá lækna og hvað þá sérfræðinga til starfa í heimilislækningum á heilsugæslustöðvum víðast hvar og þar er HSS engin undantekning.

Læknaráð styður og er sammála góðri og yfirgripsmikilli greinargerð sem framkvæmdarstjórn HSS hefur sent frá sér vegna fréttar þann 15. Apríl s.l., einnig grein lækningaforstjóra sjúkrahússsviðs og framkvæmdartjóra HSS sem birtist í VF þann 29.4 sl. Í þessum greinum eru raktar skyldur HSS sem opinberrar stofnunar og möguleikar.

Læknaráð HSS harmar að starfsmenn Víkurfrétta hafi ekki leitað svara eða skýringa hjá stjórn HSS áður en þeir birtu nafnlausa níðgrein um starfsmenn stofnunarinnar sem lagt hafa sig fram um að sinna Suðurnesjamönnum undanfarin ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Læknaráð styður þá uppbyggingarvinnu sem hafin er á HSS sem stuðlar að því að íbúar Suðurnesja fái þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa og eiga svo sannarlega skilið. Óábyrg skrif um starsmenn eru ekki líkleg til að aðvelda stofnuninna að laða að fleiri heilsugæslulækna sem sannarlega er þörf á.

Snorri Björnsson, formaður
Árni Leifsson, varaformaður
Sigurður Árnason, ritari