Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 25. október 2001 kl. 09:30

Yfirlýsing frá H-listanum í Vatnsleysustrandarhreppi

Brestur komu í samstarf innan H-listans í Vatnsleysustandarhreppi á dögunum vegna ákvarðanatöku um malbikunarframkvæmdir við höfnina. Sigurður Kristinsson (H) sagði af sér í kjölfarið. Listinn kom saman í síðustu viku og ályktaði um málið.

Þann 20. október komu saman allir þeir sem skipuðu 1. – 9. sæti H-listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Jón Gunnarsson, sem skipaði 10. sæti listans, var staddur erlendis.
Á fundinum var samþykkt einróma að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Fundarmenn harma þann brest sem komið hefur í samstarfið innan H-listans. Viðurkennt er af oddvita að ranglega var staðið að ákvarðanatöku varðandi framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Vogum og meðferð þess máls var til þess fallin að skapa úlfúð. Það er sameiginlegur ásetningur allra fundarmanna að veita sveitarstjóra og sveitarstjórn næði til að vinna að þeim málum sem brýnt er að sinna og tengjast m.a. þeirri metnaðarfullu uppbyggingarstefnu sem í gangi hefur verið undir forystu H-listans. Það er niðurstaða fundarins að hér með sé lokið þeim deilum sem uppi hafa verið.“

Þeir sem standa að þessari yfirlýsingu eru: Þóra Bragadóttir, Sigurður Kristinsson, Finnbogi Kristinsson, Sigríður Hólmsteinsdóttir, Lára Baldursdóttir, Kristinn Þ. Guðbjörnsson, Jón Elíasson, Snæbjörn Reynisson og Guðlaugur Atlason.

Fundarmenn hörmuðu brotthvarf Sigurðar Kristinssonar úr sveitarstjórn eftir langa og farsæla setu þar undir merkjum H-listans og þökkuðu honum óeigingjarnt starf í þágu samborgara sinna.
Sigríður Hólmsteinsdóttir, fyrsti varamaður, sér sér ekki fært af persónulegum ástæðum að taka sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn. Í hennar stað kemur Lára Baldursdóttir inn í sveitarstjórnina.

Fyrir hönd H-listans, Snæbjörn Reynisson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024