Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 16:42

Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Í ljósi greinar hollvina HSS, Eyjólfs Eysteinssonar og Sólveigar Þórðardóttur, og Konráðs Lúðvíkssonar læknis skal eftirfarandi enn einu sinni komið á framfæri:
Margoft hefur verið farið fram á við fyrrverandi heilbrigðisráðherra að fá að leigja út skurðstofur HSS. Því hefur jafnoft verið hafnað, m.a. vegna þess að ekki þótti rétt að leigja út opinbert húsnæði til einkareksturs. Þetta hefur margoft komið fram á smærri og stærri fundum með starfsfólki HSS og hollvinum. Þeim Konráði, Sólveigu og Eyjólfi á því að vera þetta fullljóst. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur í óformlegu spjalli við undirritaða sagt að hann hafi ekki fordóma gagnvart útleigu skurðstofanna. Sjálfsagt er að halda áfram og kanna aftur hvort eftirspurn sé ennþá fyrir hendi. Aldrei hefur staðið á framkvæmdastjórn að fara í slíka vinnu ef samningar nást sem eru báðum aðilum hagstæðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

f.h. framkvæmdastjórnar HSS,
Sigríður Snæbjörnsdóttir.