Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 15:10

Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um 400 m.kr., úr 1.700 m.kr. í 1.300 m.kr. Framkvæmdastjórn HSS þykir rétt að koma því á framfæri hvað í þessu felst fyrir stofnunina og þá þjónustu er hún veitir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leitað verður allra leiða til að þjónustuskerðing við íbúana verði sem minnst. Skerðingin á fjárveitingum er hinsvegar það mikil að breyting á starfsemi verður mjög veruleg. Stór hópur starfsfólks mun missa vinnuna eða 60-80 manns. Heilsugæslu á að verja og reynt verður eftir megni að vernda hana. Niðurskurðurinn er fyrst og fremst hugsaður á sjúkrahúsinu. Sjúkrahúsþjónustan mun hætta í núverandi mynd og deildum verður lokað. Fæðingaþjónustan verður aflögð, almennar lyflæknissjúklingar eins og hjarta- og lungnasjúklingar verða sendir til Reykjavíkur og krabbameinssjúklingar verða að leita eftir þjónustu í Reykjavík. Endurhæfing mun að mestu eða öllu leyti leggjast af og dregið verður úr líknandi meðferð. Ekki er að fullu ljóst hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þjónustu við aldraða en þó er ljóst að sú þjónusta mun einnig skerðast verulega. Heimahjúkrunin mun ekki anna því hlutverki sem hún hefur gegnt að undanförnu því samvinna við sjúkrahúsið er mikil. Slysa- og bráðaþjónusta mun minnka og fleiri slys og óhöpp verða send í bæinn. Vaktþjónusta mun dragast saman og fólk mun í meira mæli verða sent til Reykjavíkur í hinar ýmsu rannsóknir utan hefðbundins dagvinnutíma.


Fyrir hönd framkvæmdastjórnar,
Sigríður Snæbjörnsdóttir