Yfirgengileg skuldasöfnun Reykjanesbæjar- rannsóknarefni hagfræðinga og viðskiptafræðinga
Fréttablaðið skýrir frá því í dag að MPA rannsókn viðskiptafræðings í stjórnsýslu, á skuldastöðu Reykjanesbæjar sýni að meðferð fjármuna bæjarfélagsins okkar sé með slíkum ólíkindum að hvergi á byggðu bóli finnist önnur eins óráðsía í fjármálum.
Bæjarstjórinn Árni Sigfússon lemur höfðinu við steininn og kveður allt í besta lagi, jafnvel þó redda þurfi lánum til að greiða starfsfólki laun eins og segir í álitinu í Fréttablaðinu. Ég spurði í grein hér í gær bæjarfulltrúann Steinþór Jónsson, um húsaleigugreiðslur til handa Fasteign h/f, en aldrei þessu vant er „Steinþögn“ um málið, engin svör.
Í álitinu kemur fram að ekkert verði bænum okkar til bjargar nema einhverskonar Lottóvinningur, í formi álvers ,sem bæjarstjórinn upplýsti í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi að fyrst væri að vænta árið 2010. Ég spyr eigum við að hringja í „Lýð“?
Nú sjá menn svart á hvítu að ekkert er eftir til að selja til að redda fjármálunum, nema ef vera skyldi að slá lán út á hlut okkar í Hitaveitunni, enda hefur Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna hamrað á því sí og æ hversu mikinn eignahlut við eigum þar án þess að þora að nefna sölu á okkar hlut.
Í áðurnefndu MPA áliti kemur fram að fjárhagsstjórn Sjálfstæðismanna í Kópavogi er til fyrirmyndar, fjárhagur traustur og eignastaða traust, menn skyldu minnast þess að Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs taldi þetta fasteignasölulottóspil Reykjanesbæjar væri algjörlega galin hugmynd og studdi það álit sitt gildum rökum á þeim tíma, svipað álit lét hin snjalla fjármálakona Ásdís Halla Bragadóttir f.v bæjarstjóri Garðabæjar, nú forstjóri BYKO í ljós af sama tilefni.
Ég spyr, ágætu lesendur getum við setið hjá í þessu máli meðan bæjarstjórinn spilar stanslausar „skuldasyrpur“ á gítarinn sinn á meðan bæjarsjóði blæðir út rétt eins og keisarinn forðum.
Hilmar Hafsteinsson
070946- 2709
Bæjarstjórinn Árni Sigfússon lemur höfðinu við steininn og kveður allt í besta lagi, jafnvel þó redda þurfi lánum til að greiða starfsfólki laun eins og segir í álitinu í Fréttablaðinu. Ég spurði í grein hér í gær bæjarfulltrúann Steinþór Jónsson, um húsaleigugreiðslur til handa Fasteign h/f, en aldrei þessu vant er „Steinþögn“ um málið, engin svör.
Í álitinu kemur fram að ekkert verði bænum okkar til bjargar nema einhverskonar Lottóvinningur, í formi álvers ,sem bæjarstjórinn upplýsti í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi að fyrst væri að vænta árið 2010. Ég spyr eigum við að hringja í „Lýð“?
Nú sjá menn svart á hvítu að ekkert er eftir til að selja til að redda fjármálunum, nema ef vera skyldi að slá lán út á hlut okkar í Hitaveitunni, enda hefur Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna hamrað á því sí og æ hversu mikinn eignahlut við eigum þar án þess að þora að nefna sölu á okkar hlut.
Í áðurnefndu MPA áliti kemur fram að fjárhagsstjórn Sjálfstæðismanna í Kópavogi er til fyrirmyndar, fjárhagur traustur og eignastaða traust, menn skyldu minnast þess að Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs taldi þetta fasteignasölulottóspil Reykjanesbæjar væri algjörlega galin hugmynd og studdi það álit sitt gildum rökum á þeim tíma, svipað álit lét hin snjalla fjármálakona Ásdís Halla Bragadóttir f.v bæjarstjóri Garðabæjar, nú forstjóri BYKO í ljós af sama tilefni.
Ég spyr, ágætu lesendur getum við setið hjá í þessu máli meðan bæjarstjórinn spilar stanslausar „skuldasyrpur“ á gítarinn sinn á meðan bæjarsjóði blæðir út rétt eins og keisarinn forðum.
Hilmar Hafsteinsson
070946- 2709