Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Yfir 200 manns á sameiginlegum framboðsfundi í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 16:45

Yfir 200 manns á sameiginlegum framboðsfundi í Reykjanesbæ

Í tilefni að prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ á laugardaginn var haldinn sameiginlegur fundur frambjóðenda á veitingastaðnum Ránni í gærkvöldi. Augljóst var á fjölda fundagesta að mikil stemmning hefur myndast fyrir prófkjörinu en fullt var út úr dyrum, þó allir hafi komist að sem vildu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, setti fundinn og fór yfir hversu glæsilegir frambjóðendur gæfu kost að sér í prófkjörinu og hversu samheldni hópsins væri góð. Hvatti hún sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu á laugardaginn og mynda öflugan lista, bæjarbúum til heilla.


Að setningu lokinni hófst svokallað „hrað-stefnumót“ með frambjóðendum, þar sem hver og einn frambjóðandi sast á sitthvort borðið, kynnti sig fyrir gestum borðsins og fékk að kynnast þeim. Þannig gekk fundurinn þar til frambjóðendur höfðu farið á hvert borð.


Mikil ánægja var meðal yfir 200 fundargesta að fundi loknum og var það mál manna að erfitt yrði að velja úr svo glæsilegum frambjóðendahópi á laugardaginn.


Texti og myndir: Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ.