Yfir 1300 skráðir í Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hóf formlega kosningabaráttu sína fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með bréfasendingu til allra bæjarbúa. Sent var sérstakt bréf á flokksbundið sjálfstæðisfólk og einnig bréf á aðra bæjarbúa þar sem þeim var boðið að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn og hafa þannig áhrif á skipan framboðslista og málefnastarf fyrir komandi kosningar. Mjög góð viðbrögð hafa verið við þessari bréfasendingu og eru nú yfir 1300 einstaklingar skráðir í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ og fer ört fjölgandi.
Á næstu dögum verður send út skoðannakönnun á flokksbundið sjálfstæðisfólk þar sem spurt verður um hvaða einstaklinga fólk vill sjá í efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins auk þess sem spurt verður um hvaða málefni sjálfstæðismenn vilja setja á oddinn á komandi kjörtímabili. Einnig verður hugur sjálfstæðismanna til prófkjörs eða uppstillingar kannaður. Skoðanakönnun þessi er ekki bindandi fyrir kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins en verður höfð til viðmiðunar þegar Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tekur ákvörðun um hvaða aðferð verður notuð við skipan framboðslistans á fundi sínum 31. janúar næstkomandi.
Fréttatilkynning.
Á næstu dögum verður send út skoðannakönnun á flokksbundið sjálfstæðisfólk þar sem spurt verður um hvaða einstaklinga fólk vill sjá í efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins auk þess sem spurt verður um hvaða málefni sjálfstæðismenn vilja setja á oddinn á komandi kjörtímabili. Einnig verður hugur sjálfstæðismanna til prófkjörs eða uppstillingar kannaður. Skoðanakönnun þessi er ekki bindandi fyrir kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins en verður höfð til viðmiðunar þegar Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tekur ákvörðun um hvaða aðferð verður notuð við skipan framboðslistans á fundi sínum 31. janúar næstkomandi.
Fréttatilkynning.