Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 22. júlí 2002 kl. 12:26

Yesmine kennir dans í Lífsstíl

Í sumar hefur Yesmine Olsson dansari og líkamsræktarþjálfari halda námskeið í Freestyle- og funkdansi um land allt. Daganna 15. til 17. ágúst verður hún með námskeið í Lífstíl Keflavík. Námskeiðið er ætlað fyrir börn og unglinga en Yesmine hefur áralanga reynslu sem danskennari, dansari og danshöfundur bæði hér heima og erlendis. Þátttakendum verður skipt í tvo hópa og er miðað við börn tólf ára og yngri og unglinga þrettán ára og eldri. Mun Yesmine einnig halda fyrirlestur í Lífstíl fimmtudagskvöldið 15. ágúst kl. 20 þar sem hún fjallar um hreyfingu, mataræði og hvatningar, allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og aðgangur er ókeypis

Yesmine hefur meðal annars unnið fyrir heimsfræga listamenn eins og Backstreetboys, Jonestown og Skatman John ásamt því að hafa samið dansinn og dansað við lagið Angel sem var framlag íslendinga í Eurovision keppninni í fyrra. Undanfarið hefur hún kennt dans í Kramhúsinu, í World Class og fyrir fimleikadeild Ármans í Reykjavík.


Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 6921313
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024