Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • XS - Eystein-inn!
  • XS - Eystein-inn!
Miðvikudagur 28. maí 2014 kl. 10:34

XS - Eystein-inn!

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir skrifar.

Ágæti kjósandi.

Mig langar að segja þér aðeins frá honum Eysteini sem skipar þriðja sætið hjá S-listanum en hann vantar nokkur atkvæði til þess að komast í bæjarstjórn. Ég man þegar ég kynntist honum fyrst þá var ég hálf smeyk við hann. Hann talaði svona pólitískt mál sem ég var ekki viss um að ég skildi, hvað þá að eiga við hann samræður um stjórnmál. En sem betur fer kynntist ég honum betur í starfi og leik og á núna alltaf svo frábærar samræður við hann sem eru skemmtilegar og málefnalegar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

En af hverju er ég að skrifa grein um hann? Málið er að hann Eysteinn er svo duglegur, málefnalegur og réttsýnn maður sem á heima í bæjarstjórn okkar Reyknesbæinga. Ég vona svo sannarlega að hann komist inn í bæjarstjórn því að við þurfum mann eins og Eystein í vinnu fyrir okkur. Hann talar máli jafnaðarmanna og vill betra og fjölskylduvænna samfélag fyrir okkur öll.

Ég hvet þig til að setja X við S á laugardaginn og tryggja Eystein-inn!

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir