Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

X við Y á kjördag fyrir unga fólkið!
Föstudagur 13. maí 2022 kl. 15:31

X við Y á kjördag fyrir unga fólkið!

Þegar að ég tala við fólk fæ ég oft spurninguna af hverju Bein leið? Og af hverju ætti ungt fólk að kjósa okkur? Jú við erum með mikið af ungu fólki á listanum okkar og unga fólkið veit best hvað ungt fólk vill.  Okkur finnst mjög mikilvægt að ungt fólk fá eigin rödd þegar verið er að taka ákvarðanir um bæinn okkar, þar sem að við unga fólkið erum framtíðin. Við í Beinni leið viljum tryggja það ungt fólk fái tækifæri til að hafa áhrif með því að krakkar úr ungmenna ráðinu sitji fundi með ráðum og nefndum.

Ég hafði aldrei fundið mig almennilega í íþróttum fyrr en ég byrjaði í dansi fyrir nokkrum árum. En sem barn að finna sig ekki í íþróttum er ekkert grín, þar sem maður finnur vini sína og tengingar fyrir utan skóla. Þá fór ég að skoða tónlistarskólann og skráði mig í slagverk. Bara að fara þangað einu sinni í viku til að byrja með bjargaði mér félagslega. Það er einmitt þetta sem þarf að efla í Reykjanesbæ. Bein leið vill auka fjármagn til menningarmála úr 3% alveg upp í  5% heildarútgjalda á næstu fjórum árum þannig að fjármagnið það hækkar um 0,5% á hverju ári til ársinns 2026. Til þess að ungt fólk sem finnur sig kannski ekki í íþróttum fái tækifæri til að fara einhvert og kynnast fólki og efla þannig þennan félagslega þátt. Þá spyr maður sig hvernig ætla þau að gera það? Við viljum hefja undirbúning að flottu menningarhúsi. Þar sem yrði meðal annars bókasafn, hljóðver, aðstaða fyrir námsmenn og aðstaða fyrir klúbba starfsemi og fundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Danskompaní náði einstökum árangri og fékk 22 gullverðlaun á undankeppni Dance World Cup  á dögunum og sundfélagið okkar hefur einnig margfalda Íslandsmeistara. Okkur skortir ekki flott og gott íþróttarfólk en það sem okkur vantar er góð íþróttaaðstaða fyrir allt þetta frábæra fólk. Bein leið vill fara að vinna í langtíma áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í samráði við íþróttafélögin. Með því að byggja til dæmis fjölnota íþróttahús sem myndi hýsa til boltaíþróttir, fimleika og skotíþróttir bara svo einnhvað sé nefnt.

Reykjanesbær er svolítið eftir á þegar það kemur að félagsmiðstöðvum. Sem að mínu mati er mjög mikilvæg starfsemi í lífi ungs fólks þegar kemur að andlegri heilsu. Ég sé fyrir mér að fjölga félagsmiðstöðum í Reykjanesbæ svo sem flestir hafi jöfn tækifæri á því að geta fengið að njóta þess að vera barn eða ungmenni. Eins og staðan er núna þá erum við með eina félagsmiðstöð sem er staðsett í Keflavík. Það getur reynt svolítið á þá sem hafa áhuga að fara í félagsmiðstöðvar að hitta fólk og kynnast fólki en búa til dæmis í innri Njarðvík eða Ásbrú að komast þangað. Þess vegna viljum við fjölga þeim þannig að allir hafa jöfn tækifæri sama hvar maður er búsettur.

Reykjanesbær er með mjög flott ungt fólk sem hefur áhuga á því að breyta bæjarfélaginu okkar til þess betra. Styðjum þetta unga fólk og setjum X við Y á kjördag!

Þórarinn Darri Ólafsson,
nemandi í FS.