Wilson Muuga burt af strandstað!
Undirritaður vill að skipið Wilson Muuga verði dregið af strandstað og það strax. Núna er fresturinn að renna út um hvað eigi að gera næst í stöðunni. Eflaust er verið að vinna að einhverri lausn í þeim efnum. Ég furða mig á því að ekki skuli vera í gangi teymi sem vinnur að því að þétta skipið að ofan og gera það klárt til að blása síðan í það lofti og þrýsta sjónum úr því. Við það léttist skipið og eftirleikurinn er auðveldur, skipið er dregið af strandstað og því komið í örugga höfn. Þá tekur við eftirleikurinn hvað gera skal við skipið. Allt það rask sem umhverfið verður fyrir á strandstað kostar eflaust mikið meira en það sem má kosta til að koma því í burtu sjóleiðina, EN af hverju má ekki UMHVERFIÐ njóta vafans. Sjálfur hef ég verið til sjós á skipi sem strandaði 2svar. Því var bjargað í bæði skiptin og siglir enn þann dag í dag. Þar var þeirri tækni beitt sem ég lýsti að ofan, með þessari tækni björguðu góðir menn Marianne Danielsen í Grindavík og þannig á að bjarga Wilson Muuga. Það verður ekki liðið að beðið sé eftir næsta óveðri til þess að ÆGIR konungur geri okkur sem unnum umhverfinu þann óleik að brjóta skipið í sundur á strandstað. Er kannski verið að bíða eftir því, ég vona ekki.
Tómas J. Knútsson
Tómas J. Knútsson