Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vorið er komið...
Miðvikudagur 9. maí 2007 kl. 18:26

Vorið er komið...

Vorið er komið og grundirnar gróa...í dag miðvikudag 9. maí lauk samræmdum prófum í 10. bekk. Útideild Reykjanesbæjar vill koma á framfæri ábendingu til foreldra/forráðamanna ungmenna í Reykjanesbæ að fylgjast sérstaklega vel með börnum sínum, enda sýni rannsóknir að sumarið sé gjarnan sá tími sem unglingar velji til að hefja neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Nemendur sem eru á sextánda ári er heimilt samkvæmt útivistarlögum að vera úti eins lengi og foreldrar þeirra leyfa, svo fremi sem þau eru ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Barnaverndarlög nr. 80/2002. 92. gr. Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 24.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Útideild Reykjanesbæjar mun verða með sérstakan viðbúnað í kvöld og næstu helgar.

Útideild Reykjanesbæjar
Hafþór Barði Birgisson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024