Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Vondar fréttir og góðar
  • Vondar fréttir og góðar
    Hannes Friðriksson
Mánudagur 24. mars 2014 kl. 13:42

Vondar fréttir og góðar

– en hvað um íbúa og starfsmenn?

Nýlega var tilkynnt um orkusölusamning Landsvirkjunar við kísilver í Helguvík. Tekið var fram að þar sköpuðust 70-90 störf, og einhver hundruð á framkvæmdatíma ef skilyrðum verður fullnægt og af verður ...Það voru góðar fréttir.  Verksmiðjan mun losa út í andrúmsloftið 360 þúsund tonn af koltvísýringi sem er örlítið minna en eitt álver losar. Hún losar einnig um 1.500 tonn af brennisteinsdíoxíði og 130 tonn af ryki sem er töluvert minna en kemur frá einu álveri. Málmar eins og kopar, sink og aðrir þungmálmar geta verið í rykinu.... Það eru vondar fréttir.

Allt frá brottför Varnarliðsins hefur verið góð samstaða um mikilvægi þess að byggja upp nýja kjölfestu í atvinnulífinu sem skilar mörgum störfum . Horft var til byggingar  álvers í Helguvík þar sem skapa átti hundruðir fjölbreyttra starfa . Á þeim tíma virðist fáum hafa komið til hugar að annað væri í stöðunni.  Síðan hefur margt breyst,. HS orka var seld og ekki önnur orka til staðar en hugarorka helstu formælenda álversins.  Hugmyndin var byggð á blekkingum. Þá er  ferðamannaiðnaðurinn nú á fáeinum árum  orðinn að einni helstu tekjulind þjóðarinnar og margir frumkvöðlar eru byrjaðir að nýta sér þau afleiddu tækifæri er er tengjast nýtingu jarðhita á Suðurnesjum.... það eru líka góðar fréttir.

Það er ljóst að frá því að núverandi  stefna um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ  var mótuð  hafa orðið miklar breytingar og hún byggð á óskhyggju frekar en raunhæfum möguleikum einsog var spilað úr henni. Áherslan er orðin önnur. Við erum orðin meðvitaðari um gildi umhverfisins og þeirra takmarkana sem eru á nýtingu náttúruauðlinda okkar.  Öll erum við sammála um að náttúran skuli njóta vafans, ... en hvað um bæjarbúa og þá starfsmenn er innan þynningarsvæðisns starfa ?

Umhverfisáhrif vegna uppbyggingar kísilvers  United Silicon hafa  verið metin. Það mat þrátt fyrir að standast reglugerðir vekur um leið áhyggjur og ástæðu til umhugsunar . Því um leið er rætt um að eitt kísilver og eitt álver rísi til viðbótar, sem  þýðir í raun að verði öll  þessi verkefni að veruleika verði  rúmlega  einu milljóna tonna af koltvísýringi , 500 þúsund tonnum af brennisteinsoxíði og rúmlega 500 tonnum af ryki dælt út í andrúmsloftið  árlega í námunda við golfvöll, hesthúsabyggð og svo ekki sé talað um bæjarfélagið sjálft og þá starfsmenn er á þynnigarsvæði framkvæmdanna starfa.  Talsmaður Umhverfistofnunar telur í sjónvarpsfréttum þann 21. mars síðastliðinn að verði öll þessi verkefni að veruleika verði að setja á stofn vöktunaráætlun til að fylgjast með áhrifum á umhverfi og  heilsu bæjarbúa , og þeirra starfsmanna er innan þynnigarsvæðis svæðisins vinna.  Er þetta virkilega sú framtíðarsýn sem við viljum að verði að veruleika?

Stefna  Samfylkingar í þessu máli er og hefur  alltaf verið skýr. Við erum fylgjandi atvinnuppbyggingu á sjálfbærum grunni, þar sem bæði náttúran,  velferð borgara og starfsmanna  er í fyrirrúmi .  Hvað þetta varðar er Samfylkingin  ekki til sölu í von um aukið fylgi þeirra vona og væntingarstjórnmála er nú eru stunduð.  Við stöndum á tímamótum og mörg erfið viðfangsefni bíða eftir tólf ára himinskauta siglingu  núverandi  meirihluta . Eitt þeirra verkefna er að skapa  almenna samstöðu um nýja atvinnustefnu fyrir bæinn þar sem  lífsgæði íbúa Reykjanesbæjar eru höfð í  fyrirrúmi.  Við viljum umhverfi  þar sem ekki þarf sérstaklega  að vakta heilsu bæjabúa og starfsmanna  sökum  fljótfærnislegra ákvarðana þeirra sem bænum stjórna hverju sinni.

Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024