Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sunnudagur 11. janúar 2004 kl. 19:52

Vonandi ekki önnur afsökunarbeiðni frá bæjarstjóranum

Á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir jól bað bæjarstjóri Reykjanesbæjar  undirritaðan, og aðra bæjarfulltrúa, afsökunar á þeim vinnubrögðum sem  viðhöfð voru við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004. Tilefni  afsökunarbeiðninnar var að í umræðum um fjárhagsáætlunina beindi ég gagnrýni  minni annars vegar að forminu, þ.e. þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru af  hálfu meirihluta sjálfstæðismanna við fjárhagsáætlunargerðina, og hins vegar  innihaldinu, þ.e. hversu mikil umframkeyrsla er áætluð í rekstri  sveitarfélagsins og tengdra stofnanna á árinu 2004.

Bæjarstjóri brást við gagnrýni minni á formið og vinnubrögðin með  fyrrgreindum hætti, með því að viðurkenna að menn hefðu átt að gera betur og  biðjast afsökunar á því. Hann taldi hins vegar gagnrýni mína á hallarekstur  sveitarfélagsins ekki réttmæta. Ef við hins vegar lítum á líklegar  niðurstöðutölur í rekstri Reykjanesbæjar fyrir nýliðiðið ár, 2003, er allt  útlit fyrir að 600-700 milljónir, af þeim 3.3 milljörðum sem fengust fyrir  sölu eigna á því ári, verði varið í að fjármagna hallarekstur bæjarsjóðs á  árinu 2003. Það þýðir að nær 20% af eignum bæjarins verði ráðstafað í  hallarekstur á einu ári. Ef þannig verður áfram haldið á spilum er útlit  fyrir að allar eignir bæjarins verði búnar á næstu 5-6 árum. Það getur ekki  talist góð fjármálastjórn.

Vonandi þarf bæjarstjórinn ekki leggja fram aðra afsökunarbeiðni í lok  yfirstandandi kjörtímabils fyrir bæjarstjórn og bæjarbúa og þá vegna þess að  búið verður að ráðstafa stærstum hluta eigna bæjarins í fjármögnun  rekstrarhalla sem meirihluti sjálfstæðismanna, undir forystu bæjarstjórans,  ber ábyrgð á. Vonandi ekki.

Kveðja

Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknaflokksins og
viðskiptafræðingur MBA
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024