Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Völdin til fólksins með bindandi íbúakosningum
Þriðjudagur 17. apríl 2018 kl. 06:00

Völdin til fólksins með bindandi íbúakosningum

Nýlega kom fram sú gagnrýni á okkur Pírata að okkur hafi mistekist að valdefla almenning, ég er því ekki sammála. Ég tel að okkur hafi ekki enn tekist að valdefla almenning nægilega vel, en við erum ekki hætt að reyna. Alls ekki. Við Píratar á Suðurnesjum höfum lengi talað um að það þurfi að taka upp bindandi íbúakosningar fyrir stóru álitamálin hér á Suðurnesjum sem einn lið í að valdefla almenning. Líklega hefur það ekki farið framhjá neinum að nú eru frambjóðendur annarra lista í Reykjanesbæ að taka undir með okkur að gera þurfi bindandi íbúakosningu um kísilverið í Helguvík.

Það fór fram íbúakosning en ekkert mark var tekið á henni, enda var sú íbúakosning ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi. Sem er í raun það sama og skoðanakönnun. Ég fagna því að nú séu fleiri en við að tala um að hafa íbúakosninguna bindandi og vona að sú kosning sé eitthvað sem mun gerast, að þetta sé ekki innantómt loforð í tilefni sveitarstjórnarkosninga.

Public deli
Public deli

Við Píratar á Suðurnesjum munum ekki gefast upp á að valdefla almenning, við bjóðum fram  lista í Reykjanesbæ sem er fullur af fólki sem vill að íbúar geti haft áhrif á sitt samfélag og stefnir að því heilshugar. Ég hef ákveðið, sem nýr íbúi í Sandgerði, að taka 13. sæti á nýstofnuðum lista sameiginlegs sveitarfélags Garðs og Sandgerði J-lista en á þeim lista eru einstaklingar sem ég þekki og veit að vilja íbúum allt hið besta. Við Píratar á Suðurnesjum munum halda áfram því verkefni að valdefla íbúa Suðurnesja og vonum að þið munuð taka þátt í því verkefni með okkur.

Fanný Þórsdóttir,
formaður Pírata á Suðurnesjum