Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vogahöfn skellt í lás
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 10:52

Vogahöfn skellt í lás

Þetta er fyrirsögn sem við viljum alls ekki sjá. Sveitarfélagið Vogar býr svo vel að eiga glæsilegt hafnarstæði. Héðan er einungis nokkurra mínútna sigling á fengsæl fiskimið. Því miður er það eitthvað sem erfitt er að gera út á með þá aðstöðu sem við höfum við Vogahöfn í dag, það er þó hægt.
 
Hins vegar býður höfnin og hafnarstæðið upp á svo margt annað. Sveitarfélagið okkar, eins og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, hefur ekki notið ferðamanna eins og maður myndi ætla með stærsta alþjóðaflugvöllinn á landinu í næsta nágrenni. Það virðist vera svo að ferðamenn hoppi upp í næsta bíl eða rútu og reyni að komast sem fyrst framhjá sveitarfélaginu okkar og til höfuðborgarinnar eða í Bláa Lónið. Þessu þarf að breyta og vinna í því að fá ferðamennina til að taka beygjuna við afleggjarann okkar. Þar tel ég að höfnin okkar geti spilað lykilhlutverk.
 
Ég er nokkuð viss um að lang stærstur hluti þeirra ferðamanna sem inn í bæjarfélagið keyra og reyndar Íslendingar líka byrja á því að keyra niður Hafnargötuna og beint inn á hafnarsvæðið.
 
Við hjá D-lista höfum sett á stefnuskrá okkar fegrun á hafnarsvæði ásamt því að setja þar upp útsýnispall, ég held að þar væri virkilega fallegt að horfa yfir Faxaflóann og Stapann.
 
Eftir að hafa fegrað hafnarsvæðið okkar ætlum við að markaðssetja höfnina sem frístunda- og ferðamannahöfn, þar eru tækifærin.
 
Ég sé fyrir mér kaffihús niðri við höfn þar sem hægt er að fylgjast með mannlífinu, sjókajakræðurunum renna út að Stapa, ferðamönnunum sem ýmist eru á leið í sjóstangaveiði eða hvalaskoðun og seglbrettaklúbbnum sem er að æfa sig hinum megin við grjótgarðinn. Draumsýn? Ég held ekki, en hvað finnst þér?
 
Sigurpáll Árnason
2. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024