Vissir þú þetta um Innri-Njarðvík?
Sverrir Bergmann Magnússon, skipar 3. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra.
Sigurrós Antonsdóttir, skipar 4. sæti S-lista Samfylkingarinnar og óháðra.
Vissir þú að á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var Stapaskóla byggður, glæsilegur skóli og byggður á hagkvæman hátt, í raun ódýrasti skóli sem byggður hefur verið undanfarin ár á Suðvesturhorninu? Skóli með flott útisvæði sem allir íbúar bæjarins geta sannarlega verið stoltir af. Og vissir þú að við tókum ekki lán til að byggja hann? Bærinn átti fyrir honum!
Vissir þú að nú er í byggingu við Stapaskóla íþróttahús með frábærri aðstöðu til íþróttaiðkunar, með löglegum velli fyrir körfubolta með plássi fyrir 1.200 áhorfendum í sæti? Íþróttafélagið á eftir að ná fleirum áhorfendum inn á körfuboltaleiki til að afla meiri tekna.
Vissir þú að sundlauginni sem verið er að byggja við Stapaskóla var breytt og hún stækkuð frá upprunalegum hugmyndum? Sundlaugin verður 25 metra löng sem stuðlar að frekari uppbyggingu okkar annars frábæra hóps ungs íþróttafólks hér í Reykjanesbæ. Hún verður hverfislaug með heitum pottum – opin fyrir almenning og auðvitað fyrir fólkið í hverfinu.
Hverfismiðstöðin Stapaskóli
Vissir þú að Stapaskóli verður okkar þjónustumiðstöð í hverfinu með íþróttahúsi, almenningssundlaug og bókasafni sem verður opið öllum?
Vissir þú af uppbyggingunni í Dalshverfi 3 þar sem hönnun og skipulag er til fyrirmyndar, með djúpgámum fyrir endurvinnslu og blágrænu ofanvatnslausnum? Mikil aðsókn var í lóðirnar og hverfið greinilega eftirsóknarvert fyrir fólk að búa í – eins og Innri-Njarðvík öll!
Vissir þú að nú er tækifæri til að tengja hverfið okkar við útivistarparadísina Sólbrekkuskóg við Seltjörn? Á teikniborðinu er hjóla- og göngustígur frá enda Strandleiðarinnar til Seltjarnar og búið er að tryggja 70 milljónir frá Vegagerðinni. Það verður frábært fyrir okkur að taka göngutúr eða hjólatúr þangað.
Vissir þú að grenndarstöðvar eru í öllum hverfum þar á meðal tvær í Innri-Njarðvík en Reykjanesbær brenndi allt rusl þegar við Jafnaðarmenn tókum við árið 2014?
Fleiri leikskólapláss í Innri-Njarðvík
Vissir þú að við höfum fest kaup á leikskóla sem rís snemma árs 2023 í Dalshverfi 3 og að auka á við leikskólapláss við leikskólann Holt – og við munum klára að byggja leikskólann við Stapaskóla á næstu árum?
Vissir þú líka að fyrir átta árum voru hvatagreiðslurnar 7.000 kr. en hafa hækkað í 45.000 kr. og við ætlum að hækka enn meira þessa tölu? Allt fyrir börnin okkar og eldri borgara en við ætlum að koma á hvatagreiðslum fyrir þá líka.
Vissir þú að við viljum hafa hlutina í lagi?