Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Virkni barna og unglinga í íþróttum
Sunnudagur 8. apríl 2012 kl. 16:54

Virkni barna og unglinga í íþróttum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Börn og unglingar sem stunda íþróttir þurfa að fá næringu í samræmi við virkni sína. Það þýðir samt ekki að þau eigi að fá sér orkustengur eða gosdrykki. Í stað þess ættu þau að hafa það sem reglu að fá sér vatn og banana til að hafa þrek og orku fyrir daginn. Hvert andartak, hver hreyfing og sérstaklega hvert líkamsátak þarfnast orku. Því lengur og ákafar sem er æft því meiri er hitaeiningaeyðslan. Börn og unglingar sem æfa mikið þurfa að hafa næga orku og næringarefni. Næringarskortur getur leitt til þroskatruflana sem geta svo leitt til veikinda. Góð og holl næring er bráðnauðsynleg ungum íþróttamönnum. Vítamín eru hins vegar engin undraefni því óskipulögð inntaka vítamína getur valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum.


Best er að ráðfæra sig við lækni ef inntaka vítamína er talin nauðsyn. Til að ná besta mögulega árangri í íþróttum er ráðlegt að fá sér fimm til sex litlar máltíðir á dag en forðast skal át rétt fyrir keppni eða æfingu. Gott er að nærast tveimur klukkutímum fyrir íþróttaæfingu. Tilvalin næring er ávextir og múslí og á milli leikja má fá sér hnetur, múslístengur eða þurrkaða ávexti. Ekki má gleyma að drekka nóg af vatni og einnig getur verið gott að fá sér eplasafa. Síðast en ekki síst er mikilvægt að foreldrar ungra íþróttamanna séu virkir, meðal annars með því að fylgjast með æfingum og keppni. Foreldrar ættu auðvitað að vera mestu aðdáendur barna sinna.

Birgitta Jónsdóttir Klasen