Virkjun: Stærðfræði fyrir alla í dag
Í dag, miðvikudaginn 10. Nóvember verður haldið ókeypis námsskeið í stærðfræði og tölfræði sem nýtist öllum í atvinnu, námi og daglegu lífi í Virkjun.
Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af lítilli kunnáttu í stærðfræði því tilgangur námsskeiðsins er að bæta úr því. Allir eru velkomnir, byrjendur sem og lengra komnir.
Ekki er ákveðið hvaða efni verður farið í en það fer eftir því hvernig hópurinn verður samsettur og reynt verður að taka tillit til getu, áhugasviðs og hugsanlegra þarfa. Fyrirhugað er að hafa þetta síðan næstu miðvikudaga kl. 14:00. Leiðbeinandi verður Gunnar Björn Björnsson.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið áhuga á að koma, annað hvort með að senda póst á : [email protected], skilaboð á facebook eða hringja í síma: 426-5388.
Gunnar er stofnandi og eigandi námsaðstoðarinnar Algebru. Hann hefur 18 ára reynslu í að veita námsaðstoð í stærðfræði bæði á framhalds- og grunnskólastigi. Hann hefur bæði starfað sjálfstætt auk þess að hafa starfað bæði hjá Nemendaþjónustunni og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann hefur skrifað töluvert af námsefni og gaf meðal annars út kennslubókina Valtarann aðeins 19 ára að aldri. Auk þess að vera starfsmaður og eigandi algebra.is er Gunnar í háskólanámi í hagnýtri stærðfræði (applied mathematics) with University of South-Africa og fer það allt fram í fjarnámi í samræmi við kröfur samtímans um nútímavinnubrögð í kennslu. Gunnar hefur aldrei hikað við að fara óhefðbundnar leiðir í leiðsögn nemenda sinna gerist þess þörf, því kennsla byggir oft á því að finna fjölbreyttar leiðir til að gera hluti sem sýnast flóknir einfalda. Gunnar er vel meðvitaður um að engir tveir nemendur eru nákvæmlega eins og því eru þarfir þeirra oft jafn misjafnar og þeir eru margir.