Virkjun: Síðustu forvöð að skrá sig
Námskeiðið "Virkjum hugmyndir til framkvæmda" verður nú endurtekið í Virkjun, en það þótti hafa heppnast frábærlega sl. vetur.
Þátttakendur fá innsýn í gerð viðskiptaáætlana, persónulega stefnumótun, verkefnastjórnun og störf frumkvöðla almennt.
Þátttakendur eru þjálfaðir í stefnumótandi hugsun og vinnu.
Viðhorf og samskiptafærni leggja grundvöll að þeim verkefnum, lausnum og forgangsröð sem einstaklingar velja sér. Hver og einn ber ábyrgð á að greina þessi tækifæri og nýta þá auðlind sem í þeim býr. Markmið er að sýna fram á þessi tengsl og hjálpa fólki að þróa þau frekar.
Þátttakendur fái skilning á mikilvægi verkefnastjórnunar, Jafnframt að þátttakendur læri að temja sér góð og skipulögð vinnubrögð sem þeir geta notað í eigin lífi eða starfi. Markmið þessa þáttar eru almennar umræður um mismunandi form og eðli nýsköpunar í leik og starfi.
Við veltum fyrir okkur hvaða hæfni og geta þarf að vera til staðar til að árangur náist.Unnið er í hópum þar sem þátttakendur þurfa að koma sér niður á eina hugmynd og vinna með hana allt námskeiðið og kynna í lok námskeiðs.
• Leiðbeinandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands
• Tími: 01.10., 08.10. og 14.10. kl. 9:00 - 15:30 (þriggja daga námskeið).
• Verð: Frítt. Í boði Atvinnuþróunarráðs SSS
• Skráning fer fram hjá Miðstöð símenntunar s: 421-7500 eða hjá Virkjun.