Virkjun: Markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki
Námskeiðið "Markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki" verður í Virkjun á morgun, fimmtudaginn 29. október kl. 13:00 - 16:00
Farið verður stuttlega yfir grundvallaratriði í markaðsgreiningu svo sem:
o Markaðsrannsóknir og – greiningu
o Samkeppnisgreiningu
o Markhópagreiningu
o Aðgreiningu á markaði
Fjallað stuttlega um áætlanagerð og mikilvægi markaðsáætlunar. Farið yfir helstu kynningaleiðir og hvar hægt er að leita frekari upplýsinga. Fjallað verður um þessi atriði út frá því hvað hægt er að gera fyrir frekar lítinn pening.
• Leiðbeinandi: Þóranna Jónsdóttir MBA, sérfræðingur á Markaðssviði Sparisjóðsins í Keflavík.
• Tími: 29.10. kl. 13:00 – 16:00
• Verð: Frítt.