Virkjun: Fyrirlestur um heilbrigðan lífstíl
Miðvikudaginn 27. október kl 14:00 verður Sóley Birgisdóttir, lýðheilsufræðingur, með fyrirlestur í Virkjun sem heitir: Heilbrigður lífstíll – tökum ábyrgð á eigin heilsu.
Farið yfir ýmis atriði varðandi heilbrigðan lífstíl, mataræði, hreyfingu og fl. Hvernig er lífstíllinn þinn? Geturðu breytt einhverju í þínum lífstíl? Farið verður yfir þessa þætti og bent á leiðir til úrbóta.
Það er staðreynd að einstaklingur getur haft áhrif á heilsu sína með því að velja skynsama lífshætti. Sífellt fleiri vilja sjálfir bera ábyrgð og lifa samkvæmt þessari staðreynd og gera sér grein fyrir að góð heils er meira virði en allur heimsins auður og veraldleg gæði.
Hvetjum alla til að mæta á þennan ókeypis fyrirlestur.