Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Virka spottarnir til Sandgerðis?
Fimmtudagur 11. júní 2009 kl. 16:11

Virka spottarnir til Sandgerðis?

Nú er búið að boða ákveðna fyrningarleið sambandi við aflaheimildir í kvótaherfinu, sem mun leiðrétta það óréttlæti sem viðgengist hefur allt of lengi.
Nú hljóta svona bæjarfélag eins og Sandgerði að fagna því að hreyfing skuli vera á þessum málum.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórnum kringum landið eru á fullu í því að skrifa greinar í blöðin til varnar núverandi kvótakerfinu
Ég spyr og er að velta fyrir mér hvort spottarnir frá L Í Ú og Valhöll virki hingað í Sandgerði, undirritaður sá það á prenti að þeir virkuðu til Grindavíkur.  

Það vill svo til að Sjálfstæðismenn viðast um land allt keppast við að mótmæla fyrningarleiðinni svonefndu.  Bæjarstjórn Sandgerðis er skipuð 2 mönnum frá Sjálfstæðis flokknum og 2 mönnum frá gömlu krötunum. Hvað gera þeir í  Sjálfstæðisflokknum , binda þeir hendurnar á gömlu krötunum? Bara svona til að vera með. Yrði það ekki fagnaðarefni ef fyrningarleiðinn leið yrði farin að nýliðun yrði í greininni hér í Sandgerði? Er engin ástæða fyrir bæjarstjórn að senda frá sér ályktun um það? Eða er mönnum alveg sama? Eða geta menn það ekki þar sem gömlu  kratarnir vilja vera þægir, ekki styggja stóru kallana í bæjarstjórninni?

Undirritaður velti fyrir sér hvort það væri til Atvinnumálanefnd á vegum Bæjarfélagsins í Sandgerði. Jú. jú hún er til húrra,húrra, sem betur fer fyrir þá sem eru atvinnulausir í Samdgerði, þeir eru bara 160-170, því formaður atvinnumálanefndarinnar er engin annar en formaðu Verkalýðs og Sjómannadags Sandgerðis.
Af því að formaðurinn í Verkalýðs og Sjómannafélagi Sandgerðis er formaðurinn í atvinnumálanefnd  þá fór ég að spyrjast fyrir um störf nefndarinnar og fékk þær upplýsingar að síðasti fundur sem haldin var þann 25.11. 2008. Engin ástæða til að halda fund,ekkert fundaefni eða hvað, það eru bara 160-170 mans atvinnulausir hvað með það, er það ekkert til að hafa áhyggjur af herra formaður atvinnumálanefndar.

Undirritaður
Einn af þessum 170 atvinnulausu í Sandgerði

Sigurður Þorleifsson
Hjallagötu 11
Sandgerði


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024