Virk þátttaka Reyknesinga nú sem fyrr setur skemmtilegan blæ á alla hátíðina
Ljósanóttin okkar, menningar- og fjölskylduhátíð sem nú var haldin í 7. sinn þótti takast afar vel
Dagskráin þessa hátíðardaga var gríðarlega fjölbreytt og var nú sem fyrr sniðin að þörfum allrar fjölskyldunnar. Virk þátttaka Reyknesinga nú sem fyrr setur skemmtilegan blæ á alla hátíðina og sýnir að íbúum þykir vænt um og eru stoltir af Reykjanesbæ.
Fjöldi gesta heimsótti okkur og margir létu þess getið hve ánægjulegt væri að sjá hér mikla uppbyggingu og blómlegt menningarlíf.
Hátíð sem þessi gæti aldrei orðið svona glæsileg og fjölbreytt nema með samstilltu átaki allra þeirra sem að henni standa.
Ég vil því senda innilegar þakkarkveðjur til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd Ljósanætur 2006.
Árni Sigfússon
Bæjarstjóri.
Dagskráin þessa hátíðardaga var gríðarlega fjölbreytt og var nú sem fyrr sniðin að þörfum allrar fjölskyldunnar. Virk þátttaka Reyknesinga nú sem fyrr setur skemmtilegan blæ á alla hátíðina og sýnir að íbúum þykir vænt um og eru stoltir af Reykjanesbæ.
Fjöldi gesta heimsótti okkur og margir létu þess getið hve ánægjulegt væri að sjá hér mikla uppbyggingu og blómlegt menningarlíf.
Hátíð sem þessi gæti aldrei orðið svona glæsileg og fjölbreytt nema með samstilltu átaki allra þeirra sem að henni standa.
Ég vil því senda innilegar þakkarkveðjur til allra þeirra sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd Ljósanætur 2006.
Árni Sigfússon
Bæjarstjóri.