Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Virðing manna er ósnertanleg
Sunnudagur 26. febrúar 2012 kl. 14:16

Virðing manna er ósnertanleg

„Virðing manna er ósnertanleg“, börn sem sjá heimsins ljós í fyrsta skipti eru eins og óslípaðir demantar. Okkar hlutverk er að „vinna“ demantana þangað til þeir glansa svo sjá megi fegurð þeirra. Leyfum börnum að spreyta sig og þroskast á þann hátt að þau geti lifað löngu lífi. Kennum virðingu og sjálfstraust í samskiptum við aðra menn og eigin fjölskyldu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Plantaðu tré í líf þitt, leggðu fræ í jörð þannig að rótin fái nægt pláss til að breiða úr sér. Tréð þarfnast vatns, áburðar, sólarljóss, hlýju og umhyggju til þess að hægt sé að njóta þess í 100 ár. Látum náttúruna fá tækifæri til þess að leyfa trénu að njóta sín í allri sinni fegurð.

Byggðu hús í lífi þínu. Leggðu góðan grunn (rót) að því svo það megi verða 100 ára. Heimilið okkar er staðurinn sem við getum farið á hvenær sem er. Það veitir ytra öryggi (klæðnaður) og ekki síður innra öryggi (sál). Þar getum við verið við sjálf þegar önn dagsins lýkur. Vellíðan í lífinu skiptir miklu máli vegna þess að við þurfum að takast á við marga erfiðleika. Til að geta liðið vel er mikilvægt að finna umhyggju svo við náum að safna nýrri orku. Hús okkar speglar okkur sjálf að utan (hvernig við klæðum okkur) og einnig að innan (hvernig sál okkar lítur út).

Til að barn verði 100 ára þarf stöðugt að vökva og næra það, líkt og tré og heimili. Barnið þarfnast sólarljóss líkt og plantan (foreldrar) og einnig hlýju, gleði, umhyggju og ástar til þess að geta byggt upp sjálfstraust og heiðarleika og gengið í gegnum lífið með sjálfsvirðingu, velsæmi og gleði í farteskinu.


Birgitta Jónsdóttir Klasen