Vinstri græn opna á Hafnargötu
Kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs opnaði með pompi og prakt að Hafnargötu 36 a í Reykjanesbæ á skírdag. Boðið var upp á pylsur, kaffi og meðlæti sem rann ljúflega í viðstadda.
Atli Gíslason, fyrsti maður á lista V.G. í Suðurkjördæmi, ávarpaði samkunduna, ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra og Bergi Sigurðssyni sem skipar 4. sæti listans. Margt var um manninn og mikil stemmning í fólki fram eftir degi. Skrifstofan er opin daglega frá klukkan 13.00 og eru lesendur hvattir til að heilsa upp á frambjóðendur þar og fá sér kaffisopa og spjall, segir í tilkynningu frá VG.
Þar sem Víkurfréttir hafa ekki tækifæri til að senda ljósmyndara við opnun kosningamiðstöðva hefur framboðum í Suðurkjördæmi, sem opna kosningamiðstöðvar verið boðið að senda ljósmyndir frá opnunarhátíðum sínum. Meðfylgjandi texti og myndir eru frá VG.
Efri myndin: Fyrsta og síðasta sæti listans, Atli Gíslason og Karl Sigurbergsson.
Neðri myndin: Arndís Soffía Sigurðardóttir, Jórunn Einarsdóttir og Bergur Sigurðsson skipa annað, til fjórða sæti lista V.G. í Suðurkjördæmi.