Vinnuverndarvikan 2007 - „Hæfilegt álag er heilsu best”
Hin árlega vinnuverndarvika er nú haldin í áttunda sinn á Íslandi og hefur að þessu sinni yfirskriftina Hæfilegt álag er heilsu best. Hér er um vinnuverndarátak að ræða sem beinist að álagseinkennum vegna vinnu. Átakið stendur yfir vikuna 22. – 28. október og vænst er virkrar þátttöku fyrirtækja og stofnana. Vonast er til að í vikunni verði hafist handa við fræðslu fyrir starfsmenn og þeir hvattir til að líta í eigin barm og í kringum sig á vinnufélagana, til að gera átak í að bæta og breyta vinnuumhverfinu til batnaðar. Þó að átakið hefjist í vikunni er þess vænst að haldið verði áfram fram eftir hausti að vinna að bættu starfsumhverfi.
Líkamleg álagseinkenni er samheiti yfir mikinn fjölda heilsufarsvandamála. Líkamleg álagseinkenni sem margir þekkja eru vöðvabólga, bakverkir, liðverkir og sinaskeiðabólga. Veikindi og fjarvistir frá vinnu vegna álagsmeina eru algeng og kosta þjóðfélagið háar upphæðir svo ekki sé minnst á erfiðleika og vanlíðan starfsmanna sem við vandann eiga að etja. Forvarnir eru til þess að koma í veg fyrir að álagið verði að veikindum. Allir vilja vinna en kapp er best með forsjá. Of mikið álag er ekki hollt og of lítið álag er heldur ekki hollt. Slagorð vikunnar vísar til þess að hæfilegt álag er best.
Í vinnuverndarátakinu verður sjónum beint annars vegar að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir líkamleg álagseinkenni og hins vegar hvernig hægt er að halda fólki í starfi, endurhæfa það eða færa til í starfi þá sem kljást við vandamálið.
Stefnt er að sem víðtækastri þátttöku allra sem málið varðar og vilja stuðla að öflugum og heilsusamlegum vinnustöðum í landinu.
Vinnueftirlit ríkisins hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í vinnuverndarvikunni. Fræðsluefni og hugmyndir má m.a. sækja á vefsíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is en þar er t.d. hugmyndalisti að aðgerðum fyrir fyrirtæki til að styðjast við í vikunni. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu dreifa bæklingi með gátlista um líkamsbeitingu í heimsóknum sínum í vikunni. Bæklinginn má einnig nálgast hjá umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins um land allt.
Inghildur Einarsdóttir
deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins
Líkamleg álagseinkenni er samheiti yfir mikinn fjölda heilsufarsvandamála. Líkamleg álagseinkenni sem margir þekkja eru vöðvabólga, bakverkir, liðverkir og sinaskeiðabólga. Veikindi og fjarvistir frá vinnu vegna álagsmeina eru algeng og kosta þjóðfélagið háar upphæðir svo ekki sé minnst á erfiðleika og vanlíðan starfsmanna sem við vandann eiga að etja. Forvarnir eru til þess að koma í veg fyrir að álagið verði að veikindum. Allir vilja vinna en kapp er best með forsjá. Of mikið álag er ekki hollt og of lítið álag er heldur ekki hollt. Slagorð vikunnar vísar til þess að hæfilegt álag er best.
Í vinnuverndarátakinu verður sjónum beint annars vegar að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir líkamleg álagseinkenni og hins vegar hvernig hægt er að halda fólki í starfi, endurhæfa það eða færa til í starfi þá sem kljást við vandamálið.
Stefnt er að sem víðtækastri þátttöku allra sem málið varðar og vilja stuðla að öflugum og heilsusamlegum vinnustöðum í landinu.
Vinnueftirlit ríkisins hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í vinnuverndarvikunni. Fræðsluefni og hugmyndir má m.a. sækja á vefsíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is en þar er t.d. hugmyndalisti að aðgerðum fyrir fyrirtæki til að styðjast við í vikunni. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu dreifa bæklingi með gátlista um líkamsbeitingu í heimsóknum sínum í vikunni. Bæklinginn má einnig nálgast hjá umdæmisskrifstofum Vinnueftirlitsins um land allt.
Inghildur Einarsdóttir
deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins