Vinnuvernd á Reykjanesi 11.-15. maí
Ráðgjafar Vinnuverndar ehf. verða á Reykjanesi dagana 11.-15. maí nk. og munu bjóða fyrirtækjum og stofnunum þjónustu á sviði heilsueflingar, vinnuverndar og heilsuverndar. 
Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar í fyrirtækjum, stofnunum og hjá sveitarfélögum. 
Hjá Vinnuvernd starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, vinnuvistfræðingur,  sálfræðingar sem sinna fjölbreyttum verkefnum.  auk fjögurra lækna, alls um 12-14 manna teymi.
Fyrirtækið hefur aðsetur í Reykjavík en hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum verkefnum hjá fyrirtækum og stofnunum á Reykjanesi. Nú er meiningin að efla þessa þjónustu og því verða ráðgjafar fyrirtækisins á ferðinni í lok apríl. 
Vinnuvernd hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem fullgildur þjónustuaðili á sviði vinnu- og heilsuverndar.
Almennt má segja að vinnuverndarstarf sé forvarnastarf og snúi að því að koma í veg fyrir að fólk skaðist á nokkurn hátt í sínum störfum og líði vel í sínu starfi, andlega, líkamlega og félagslega. Heilsuefling á vinnustað gengur hins vegar lengra og er markmið hennar ekki einungis að koma í veg fyrir vandamál heldur að bæta og efla heilsu og líðan. 
Samkvæmt lögum ber fyrirtækjum að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur á sviði vinnuverndar og er ein krafan framkvæmd áhættumats.  Áhættumat er ferli þar sem vinnuumhverfið og vinnuskilyrði eru metin á kerfisbundinn hátt með það að markmiði að fjarlægja áhættuþætti eða lágmarka áhrif þeirra. Þetta er vinna sem hvert fyrirtæki þarf að fara í gegnum og hefur Vinnuvernd m.a. aðstoðað við þá vinnu. 
Á Reykjanesi er meiningin að bjóða fyrirtækjum uppá vinnustaðaúttektir, aðstoð við gerð áhættumats, heilsufarsmælingar á vinnustað, fræðslu o.fl.  


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				