Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sunnudagur 1. ágúst 2004 kl. 21:22

Vinnuskólakrakkar - sitjandi úti á götu

Athyglisverð grein um vinnuskólakrakka í Vogum á vef Víkurfrétta á dögunum. Fréttinni fylgir mynd af krökkum að vinna í beði. Það vekur hins vegar athygli mína að nokkrir krakkanna sitja úti í götunni og eru lítið sem ekkert varðir fyrir umferðinni um götuna. Þetta þykir mér alltof algengt að sjá í sumar hjá krökkunum í unglingavinnunni. Sérstaklega hefur maður horft upp á þetta þar sem börnin eru látin mála kantsteininn í gulum lit. Þá sitja blessuð börnin á götunni og treysta því að bílarnir keyri ekki á þau. Þessi börn á að verja með myndarlegum skiltum og helst að girða af svæðið með gulum plastborða eða einhverju svipuðu og lögreglan notar þegar hún girðir af sinn vettvang. Það kostar örugglega minna - en mannslífið sem situr á götunni óvarið fyrir hálf sjónlausum ökumönnum í sólinni, svo ekki sé talað um six-pensarana sem virða ekki einu sinni umferðarljós, af því að þau voru ekki þarna þegar þeir tóku bílpróf til forna.

Kveðja, áhugamaður um velferð unga fólksins í unglingavinnunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024