Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vinnum saman að öflugri ferðaþjónustu í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 8. maí 2018 kl. 12:02

Vinnum saman að öflugri ferðaþjónustu í Reykjanesbæ

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gífurlega mikill seinustu ár og er í dag mikilvægasta atvinnugrein okkar í Reykjanesbæ rétt eins og á landinu öllu. Staðsetning bæjarins setur okkur í sérstöðu umfram önnur bæjarfélög á landinu. Það má aftur á móti ekki taka þeirri sérstöðu sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að festa Reykjanesbæ í sessi sem upphafs- og endastöð ferðamanna hér á landi, en á sama tíma reyna að halda þeim lengur.

Öflugir innviðir er lykilþáttur í því að auka ferðamenn á svæðinu og skapa líflegt umhverfi fyrir fjölbreytta ferðaþjónustu. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum Reykjanesbæ eiga mikið inni þegar kemur að því að markaðssetja bæinn og svæðið í kringum okkur sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Að miklu leyti vilja ferðamenn gera sömu hluti og við bæjarbúar gerum í okkar frítíma. Því skiptir miklu máli að hafa hreint og snyrtilegt umhverfi, góða þjónustu, falleg útivistarsvæði og einfalt og þægilegt aðgengi fyrir okkur bæjarbúa jafnt sem ferðamenn. Við ætlum að vinna saman með fyrirtækjum og íbúum svæðisins til að efla ferðaþjónustuna í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesið er að komast á kortið sem ein af ferðamannaperlum landsins. Við viljum taka þátt í því að markaðssetja og byggja upp þennan óslípaða demant sem eina af mikilvægustu og vinsælustu ferðamannaleiðum landsins. Til að hafa ofan af fyrir hinum ört vaxandi ferðamannafjölda er ljóst að nýja vöru vantar á markaðinn. Við höfum möguleika á að bjóða ferðamönnum upp á einstök tengsl við náttúruna. Í Höfnum höfum við síðan einstakan stað þar sem mikilvægt er að varðveita merka sögu um byggðarlag sem byggðist upp í kringum stönduga útvegsbændur. Við ætlum að skipuleggja uppbyggingu í Höfnum með tilliti til ferðaþjónustunnar. Við stefnum á að bæta samgöngur á Reykjanesinu í samvinnu við Vegagerðina og aðra tengda aðila, m.a. með tilliti til fjölbreyttar ferðaþjónustu á öllum árstímum. Við viljum vinna saman að öflugri ferðaþjónustu í Reykjanesbæ.

Brynjar F. Garðarsson.
Skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.