Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vinnum saman
Fimmtudagur 12. apríl 2018 kl. 09:17

Vinnum saman

Reykjanesbær er bær tækifæranna.  Reykjanesbær er sá bær sem vex hvað hraðast á landsvísu. Reykjanesbær og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum hafa átt undir högg að sækja vegna fjármagns frá hinu opinbera. Fjárveitingar meðal annars til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keilis og löggæslu bera þess greinilega merki, en þessar stofnanir eru allar undir stjórn ríkisins.
Allir flokkar sem bjóða fram til bæjarstjórnar í kosningunum í vor eru að vinna í málefnastarfi og setja fram ákveðna sýn og stefnu, sem á að vera íbúum Reykjanesbæjar til heilla. Þar þurfum við öll að hafa skýra sýn í ofangreindum málaflokkum.
 
Hvernig náum við best árangri saman Suðurnesjamenn?
 
Við náum bestum árangri með því að vinna öll saman, þvert á flokka, með starfsfólki og stjórnendum þessara stofnana.  Öll sameiginleg barátta þarf að halda áfram þrátt fyrir breytingar á meirihlutasamstarfi í sveitarstjórnum, þrátt fyrir breytingar stjórnmálaflokka í ríkisstjórn og þrátt fyrir endurnýjun forsvarsmanna stofnana. Okkar barátta endar aldrei og þarf að lifa ríkisstjórnir og meirihluta í bæjarfélögunum. Sveitarfélögin öll á Suðurnesjum þurfa að vinna saman og það þarf að vera samræmi í málflutningi þegar við sækjum að þingmönnum, ráðherrum, embættismönnum og hverjum þeim sem koma að því að stilla upp stefnu og fjármálaáætlun komandi ára.
 
Ef við vinnum saman að forgangsröðun verkefna, skýrum áherslum og sterkari aðferðafræði mun allur okkar málflutningur bera þess merki að við erum sameinuð. Sameinuð náum við okkar kröfum í gegn og við verðum ósigrandi.
 
Reykjanesbær er bær tækifæranna og þar viljum við búa.  
 
Margrét Sanders
skipar 1. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024