Vinnum með unglingunum
Nú eru nokkur hundruð unglinga í 10. bekk á svæðinu að þreyta lokapróf sín í grunnskólanum. Hluti þessara prófa eru hin margumtöluðu samræmdu próf. Mikið álag einkennir próftímann og fara engin heimili eða skólar varhluta af því, enda unglingarnir undir margvíslegum þrýstingi. Undirritaður telur mikilvægt að allir sem koma að uppeldi unglinganna taki þátt í því að gera undirbúning prófanna sem bestan. Margir nemendur eru kvíðnir og óöruggir gagnvart prófum og vanmeta hæfni sína. Það er því mikilvægt að við, sem stöndum þeim næst, gerum allt sem í okkar valdi stendur til að auka sjálfsöruggi og bjartsýni þeirra á velgengni. Ég tel að uppalendur geti gert heilmargt t.d:
- Sjá til þess að unglingarnir hafi ró og næði við undirbúninginn.
- Hvetja þá til að vinna skipulega og í lotum.
- Sýna vinnu þeirra áhuga og hæla þeim fyrir að leggja sig fram.
- Bjóðast til að aðstoða t.d. með því að spyrja út úr.
- Hvetja þá til að fara snemma að sofa og vakna því fyrr.
- Sjá til þess að þeir mæti tímanlega í prófin.
- Yfirfara með þeim hvaða áhöld þarf að hafa meðferðis í prófin.
- Útbúa fyrir þá hollt og gott nesti í prófin.
Mikilvægt er að uppalendur líti á þetta verkefni unglinganna sem sitt og taki þátt í því á jákvæðan og uppbyggilegan hátt en falli ekki í gryfju skamma og tuðs, slíkt dugar ekki þessa daga frekar en aðra þegar nám er annars vegar.
Undirrituðum þykir rétt að benda á nokkur tæknileg atriði varðandi samræmdu prófin.
- Þau eru frá mánudeginum 23. apríl til fimmtudagsins 26. apríl, frá kl. 9-12.
- Prófað er í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.
- Nemendur þurfa að vera tilbúnir að hefjast handa kl. 9.
- Eftir kl. 10 er engum leyft að hefja próftöku.
- Ef nemandi kemur of seint en fyrir kl. 10 er ekki heimilt að hleypa honum inn meðan upplestur af spólum stendur yfir.
- Nemendur eiga að nota penna með svörtu eða bláu bleki en í stærðfærði má nota blýant en penna í krossaspurningum.
- Nemendur sem eru veikir á prófdegi þarf að skrá í sjúkrapróf, því þarf að fylgja ljósrit af læknisvottorði. Sjúkraprófin verða væntanlega um miðjan maí.
- Prófsýning. Senda þarf skriflega beiðni til RUM (Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála), ekki síðar en hálfum mánuði eftir að nemandi fær vitnisburð sinn.
Undirritaður hvetur foreldra að hafa samband við skólann ef einhverjar spurningar vakna.
Uppalendur, látum vinnu unglinganna okkur varða, þeirra mál eru okkar mál.
Virðingarfyllst,
Björn Víkingur Skúlason, kennari og foreldri.
- Sjá til þess að unglingarnir hafi ró og næði við undirbúninginn.
- Hvetja þá til að vinna skipulega og í lotum.
- Sýna vinnu þeirra áhuga og hæla þeim fyrir að leggja sig fram.
- Bjóðast til að aðstoða t.d. með því að spyrja út úr.
- Hvetja þá til að fara snemma að sofa og vakna því fyrr.
- Sjá til þess að þeir mæti tímanlega í prófin.
- Yfirfara með þeim hvaða áhöld þarf að hafa meðferðis í prófin.
- Útbúa fyrir þá hollt og gott nesti í prófin.
Mikilvægt er að uppalendur líti á þetta verkefni unglinganna sem sitt og taki þátt í því á jákvæðan og uppbyggilegan hátt en falli ekki í gryfju skamma og tuðs, slíkt dugar ekki þessa daga frekar en aðra þegar nám er annars vegar.
Undirrituðum þykir rétt að benda á nokkur tæknileg atriði varðandi samræmdu prófin.
- Þau eru frá mánudeginum 23. apríl til fimmtudagsins 26. apríl, frá kl. 9-12.
- Prófað er í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði.
- Nemendur þurfa að vera tilbúnir að hefjast handa kl. 9.
- Eftir kl. 10 er engum leyft að hefja próftöku.
- Ef nemandi kemur of seint en fyrir kl. 10 er ekki heimilt að hleypa honum inn meðan upplestur af spólum stendur yfir.
- Nemendur eiga að nota penna með svörtu eða bláu bleki en í stærðfærði má nota blýant en penna í krossaspurningum.
- Nemendur sem eru veikir á prófdegi þarf að skrá í sjúkrapróf, því þarf að fylgja ljósrit af læknisvottorði. Sjúkraprófin verða væntanlega um miðjan maí.
- Prófsýning. Senda þarf skriflega beiðni til RUM (Rannsóknarstofnun uppeldis og menntamála), ekki síðar en hálfum mánuði eftir að nemandi fær vitnisburð sinn.
Undirritaður hvetur foreldra að hafa samband við skólann ef einhverjar spurningar vakna.
Uppalendur, látum vinnu unglinganna okkur varða, þeirra mál eru okkar mál.
Virðingarfyllst,
Björn Víkingur Skúlason, kennari og foreldri.