Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vinnan á undirbúningsstigi
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 15:13

Vinnan á undirbúningsstigi

Til þess að firra misskilningi um á hvaða stigi gerð viðbragðsáætlana vegna náttúruvár fyrir Reykjanesskagann er um þessar mundir tel ég mikilvægt að eftirfarandi komi fram:

Í kjölfar Áhættuskoðunar Almannavarna sem unnin var 2008-2011 (útgefin 2012) er unnið að gagnaöflun og frekari undirbúningi áætlanagerðar, m.a. í samvinnu við jarðvísindamenn og Veðurstofuna. Gagnasöfnunin er hluti af heildarhættumati vegna eldgosa á Íslandi. Sjálf gerð t.d. brottflutningsáætlana hefst eftir að þeirri vinnu lýkur, fyrirsjáanlega á yfirstandandi ári.

Í viðtölum við mig hjá Víkurfréttum, á mbl.is og visir.is má skilja að þessi vinna sé langt komin en hún er á undirbúningsstigi eins og að framan getur.

Ari Trausti Guðmundsson
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024