Viltu hafa áhrif?

- Félagsfundur VG á Suðurnesjum þriðjudaginn 5. september

Brýnasta málefni líðandi stundar er að sjálfsögðu ástandið í Helguvík og nágrenni. Það er með ólíkindum hvernig málin hafa þróast og þeir sem valdið hafa virðast ekki kannast alveg nógu vel við það. Eða fría sig ábyrgð, eða kerfið er svifaseint í vöfum, eða kannski vantar kraft og þor. Eitt er víst að íbúar í Reykjanesbæ og víðar hafa látið vel í sér heyra og viljinn er ljós.

Þetta mál verður eitt af umræðuefnunum á félagsfundi VG á Suðurnesjum sem verður þriðjudaginn 5. september kl. 20:00 í sal Karlakórs Keflavíkur að Vesturbraut 17. Landsfundur VG verður í október og á félagið nokkur sæti á þar, sem ætlunin er að fylla á félagsfundinum. Annað brýnt málefni eru framboðsmál á svæðinu og verða þau rædd. Gestir fundarins verða þau Katrín Jakobsdóttir formaður VG og Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.

Við hvetjum alla félaga VG á Suðurnesjum til að láta sjá sig. Ekki síður hvetjum við þá sem hafa áhuga á að láta að sér kveða að mæta á fundinn, ganga í flokkinn og jafnvel mæta á landsfund þar sem stefnan er mótuð til næstu tveggja ára.

f.h. stjórnar VG á Suðurnesjum
Helga Tryggva, formaður