Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Vilt þú breytingar í Reykjanesbæ?
  • Vilt þú breytingar í Reykjanesbæ?
Fimmtudagur 22. maí 2014 kl. 09:11

Vilt þú breytingar í Reykjanesbæ?

– Guðjón Ingi Guðjónsson skrifar

„Kjósum breytingar“ heyrist sagt og skrifað þessa dagana enda sveitastjórnarkosningar í nánd. Ég er sammála því, af hverju ættu íbúar bæjarins ekki að kjósa um breytingar núna eins og þeir hafa verið að gera í síðustu bæjarstjórnarkosningum?

Fyrir ekki mörgum árum var árangur barna í grunnskólum Reykjanesbæjar með þeim lakasta yfir landið. Nú er hann með því besta auk þess sem leikskólar okkar eru í fremstu röð. Hér er auk þess úrval tækifæra til framhaldsmennturnar, meðal annars í samstarfi við góða háskóla. Breyting til batnaðar fyrir börnin okkar,ég kýs áfram svona breytingar.

Á nokkrum árum hefur orðið bylting í aðbúnaði aldraðra í Reykjanesbæ. Glæsileg þjónustumiðstöð aldraðra risin miðsvæðis í bænum sem veitir þeim auðvelt aðgengi að allri almennri þjónustu. Einnig hafa orðið til 90 ný hjúkrunarrými. Breyting til batnaðar fyrir eldri borgarana, ég kýs áfram svona breytingar.

Fólk vill búa í fallegum og snyrtilegum bæ. Þannig bær er Reykjanesbær í dag og ég held að allir geti verið sammála um það að í þessum efnum hefur verið gert kraftaverk á síðustu tíu til fimmtán árum. Breyting til batnaðar fyrir íbúa bæjarins, ég kýs áfram svona breytingar.

Íþrótta og tómstundarmál skipta miklu máli fyrir íbúa bæjarfélagsins. Mikil uppbygging hefur verið á síðustu árum á allri aðstöðu hvað þetta varðar sem er að skila sér í frábærum árangri okkar á þessum sviðum þannig að eftir er tekið. Í dag er Reykjanesbær þekktur fyrir það að vera íþrótta- og heilsubær, hér búa hraustir krakkar. Ég kýs áfram þannig breytingar fyrir okkur öll.

Menningin í bænum blómstrar sem aldrei fyrr og hver viðburðurinn rekur annan, Reykjanesbær er líflegur bær. Það þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem hér býr skapandi og fjölhæft fólk en gott og aukið samstarf þess og bæjaryfirvalda skiptir þar miklu máli. Ég kýs áframhald á slíku samstarfi.

Það voru ekki góðar breytingar fyrir atvinnulífið og íbúa bæjarins þegar varnaliðið hvarf á braut. Það var farið í mikla uppbyggingu til þess að bæta úr þeim skaða sem af þessu varð. Margt hefur skilað sér, ekki síst fyrir óþrjótandi elju Árna Sigfússonar bæjarstóra, en efnahagskreppan setti mikið strik í reikninginn. Nú erum við hinsvegar að sjá jákvæðar breytingar og atvinnutækifærum er að fjölga. Þessum jákvæðu breytingum þarf að fylgja eftir af fullum krafti, ekkert hálfkák.

Kjósendur í Reykjanesbæ hafa  verið duglegir að kjósa breytingar í síðustu kosningum. Kjósum breytingar áfram til framfara, kjósum þann flokk og þann bæjarstjóra sem við vitum að hægt er að treysta fyrir því að breyta hlutunum til betri vegar – áfram.

Setjum X við D.

Guðjón Ingi Guðjónsson
Stoltur íbúi í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024