Vilt þú að séra Sigfús verði flæmdur úr bænum?
Sóknarnefnd hélt fund fyrir helgi og fór yfir umsóknir í stöðu sóknarprests. Séra Sigfús var einn umsækjenda en fékk EKKI stöðuna! Einn nefndarmanna studdi séra Sigfús en það var Gunnar Sveinsson hinir nefndarmennirnir studdu annan umsækjenda.
Sigfús hefur þjónað bæjarbúum vel þau 13 ár sem hann hefur starfað hér. Hann hefur reynst mannasættir og er vel liðinn af öllum sem til hans þekkja. Þá hefur hann áunnið sér traust og virðingu þeirra sem til hans hafa leitað. Hann hefur unnið störf sín óaðfinnanlega og hefur ekki talið eftir sér að sinna starfi sínu þegar á þarf að halda. Það er sorglegt að séra Sigfúsi sé „þakkað“ fyrir vel unnin störf með því að hann fái ekki starf sem hann hefur sinnt að undanförnu og unnið með f.v. sóknarpresti s.l. 13 ár!
Ég tel mjög óeðlilegt að fólk sem stendur sig vel í starfi eigi ekki kost á að vinna sig upp í starfi, einkum þegar viðkomandi stendur sem mjög vel í starfi sínu. Innan kirkjunnar er gerður greinarmunur á sóknarpresti og presti. Sóknarprestar fá upplýsingar og möguleika á að sækja ýmsa viðburði innan kirkjunnar sem óbreyttir prestar fá ekki upplýsingar um nema ef þeirra sóknarprestur upplýsi þá um viðburðina. Við þessar aðstæður er eðlilegt að maður sem unnið hefur við hlið sóknarprests á annan áratug, og við fráfall séra Ólafs þá sinnti séra Sigfús starfi sóknarprests. Það er því mjög eðlilegt að hann sæki um starfið.
Ég hef kynnst séra Sigfúsi við ýmsar aðstæður og fullyrði að sóknin er fullsæmd af því að fá hann til starfa sem sóknarprest. Ég tel að það sé gengið fram hjá honum með tillögu sóknarnefndar(þar sem lagt er til að ráðinn verði aðili með minni starfsreynslu en sambærilega menntun). Þá tel ég að sóknarbörnin séu alls ekki sátt við að þetta verði niðurstaðan og því hvet ég alla sem eru sömu skoðunar að skrá sig á undirskriftarlista til stuðnings séra Sigfúsi á http://sigfus.mis.is/
Bestu kveðjur
Drífa Sigfúsdóttir
Sigfús hefur þjónað bæjarbúum vel þau 13 ár sem hann hefur starfað hér. Hann hefur reynst mannasættir og er vel liðinn af öllum sem til hans þekkja. Þá hefur hann áunnið sér traust og virðingu þeirra sem til hans hafa leitað. Hann hefur unnið störf sín óaðfinnanlega og hefur ekki talið eftir sér að sinna starfi sínu þegar á þarf að halda. Það er sorglegt að séra Sigfúsi sé „þakkað“ fyrir vel unnin störf með því að hann fái ekki starf sem hann hefur sinnt að undanförnu og unnið með f.v. sóknarpresti s.l. 13 ár!
Ég tel mjög óeðlilegt að fólk sem stendur sig vel í starfi eigi ekki kost á að vinna sig upp í starfi, einkum þegar viðkomandi stendur sem mjög vel í starfi sínu. Innan kirkjunnar er gerður greinarmunur á sóknarpresti og presti. Sóknarprestar fá upplýsingar og möguleika á að sækja ýmsa viðburði innan kirkjunnar sem óbreyttir prestar fá ekki upplýsingar um nema ef þeirra sóknarprestur upplýsi þá um viðburðina. Við þessar aðstæður er eðlilegt að maður sem unnið hefur við hlið sóknarprests á annan áratug, og við fráfall séra Ólafs þá sinnti séra Sigfús starfi sóknarprests. Það er því mjög eðlilegt að hann sæki um starfið.
Ég hef kynnst séra Sigfúsi við ýmsar aðstæður og fullyrði að sóknin er fullsæmd af því að fá hann til starfa sem sóknarprest. Ég tel að það sé gengið fram hjá honum með tillögu sóknarnefndar(þar sem lagt er til að ráðinn verði aðili með minni starfsreynslu en sambærilega menntun). Þá tel ég að sóknarbörnin séu alls ekki sátt við að þetta verði niðurstaðan og því hvet ég alla sem eru sömu skoðunar að skrá sig á undirskriftarlista til stuðnings séra Sigfúsi á http://sigfus.mis.is/
Bestu kveðjur
Drífa Sigfúsdóttir